Sirrý.is

Leiðtogar og örugg tjáning

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Tvö skipti samtals 5 klst. Örugg tjáning er lykillinn að mörgum störfum í dag. Víða í atvinnulífinu er nauðsynlegt að geta flutt ræður og kynningar. Mörgum starfsmönnum er nauðsynlegt að geta sett mál á dagskrá, flutt mál sitt af röggsemi, að geta tekið gagnrýni og virkjað hópinn í umræðum.

Á þessu námskeiði er fjallað um:
Hvað einkennir tjáningarmáta leiðtoga?
Hvað einkennir framkomu góðra talsmanna í fjölmiðlum og ræðupúlti?
Á hverja er hlustað og hvers vegna?
Hvað eiga góðir viðmælendur sameiginlegt?
Að koma vel fyrir – undirbúningur og tækni í ræðupúlti og viðtölum.
Að markaðssetja sjálfan sig.

Efnistök:
Fyrirlestrar, einstaklingsverkefni, hópverkefni, sjónvarpsefni innhaldsgreint. Ræður teknar upp og upptökur skoðaðar. Endurgjöf og umræður. Þeir sem nýtt hafa sér námskeiðið áður eru m.a. stjórnmálafræðinemar við HÍ og Leiðtogaþjálfunin STEPS hjá Skref fyrir skref.

Meðmæli:
,,Félag kvenna í lögmennsku leitaði til Sirrýar og bað hana um að halda námskeið fyrir félagsmenn þar sem lögð yrði áhersla á framsetningu efnis í ræðu og riti. Námskeiðið var haldið undir heitinu „Þjálfun í framsækni fyrir þig og fyrirtæki þitt“. Á námskeiðinu voru fyrirlestrar um efnið þar sem farið var yfir tæknileg atriði hvernig best er að takast á við algengar fyrirstöður þegar komið er fram opinberlega svo sem eins og kvíðastjórnun, algleymi ofl. Námskeiðið var einstaklingsmiðað og fékk hver og einn þátttakandi tækifæri til að halda ræðu, spegla sig á fundi þar sem tekið var þátt í umræðinni, fara í sjónvarpsviðtal , - og síðast en ekki síst að halda samkvæmisræðu undir glæsilegu borðhaldi í lok námskeiðs. Fljótlega kom í ljós að Sirrý var reiðubúin til að sníða námskeiðið sitt að þörfum okkar kvenna í lögmennsku og tel ég að það hafi gert námskeiðið áhrifaríkara fyrir okkur en ella.
Námskeiðið var í senn gagnlegt og einstaklega skemmtilegt og því get ég að fullum heilindum mælt með því fyrir alla þá sem vilja bæta tækni sína í ræðu eða riti. "

Katrín Theodórsdóttir
formaður Félags einstæðra foreldra.

______

,,Ég þakka kærlega fyrir skemmtilegt námskeið, ég hafði mjög gaman og gagn af þessu, hún Sirrý gerði þetta mjög vel,
þetta er í eitt af þeim fáum skiptum sem að ég hef farið á námskeið
þar sem að það lá engum á að komast í reyk eða pásu!
Og ekkert geisp..........! Mjög gott."

Finnur Númason
Trúnaðarmaður VR

 
ÞÚ ERT HÉR: Home Námskeið Leiðtogar og örugg tjáning