Sirrý.is

Fjölmiðlanámskeið

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

FRAMSÆKNI – AÐ TJÁ SIG AF ÖRYGGI 

Umsjón: Sigríður Arnardóttir
Sjónvarpsupptaka: Hrafnhildur Gunnarsdóttir

 

Efnisatriði:
Fyrirlestur um undirstöðuatriði öruggrar tjáningar í ræðupúlti, á fundum eða í fjölmiðlum. Verklegar æfingar og endurgjöf eru veigamiklir þættir námsins. Þátttakendur læra að þekkja eigin styrk og koma af námskeiðinu með með hagnýt ráð í farteskinu.

 

Spáð er í:
Að markaðsetja sjálfan sig
Kvíðastjórnun og að nýta sér sviðsskrekk
Að takast á við neikvæða áhorfendur
Útlit og umhverfi í sjónvarpsviðtölum
Samskipti við fjölmiðla
Hvað einkennir góða viðmælendur?


Framkvæmd:
Kennsla er í formi fyrirlestra, hópvinnu, einstaklingsverkefna, heimavinnu, sjónvarpsupptöku, viðtala og persónulegrar ráðgjafar. 4 skipti samtals 12 tímar.
Að auki: Þáttakendur fá eintak af upptökum á sjónvarpsviðtölunum og ræðum í púlti til að skoða heima og læra af.
Þeir sem áður hafa nýtt svipað námskeið: BHM, Félag kvennlækna, stjórnendur og millistjórnendur hjá ÍTR o.fl.

Einnig er hægt að fá einkatíma og ráðgjöf samkvæmt samkomulagi. Námskeið sérhönnuð fyrir hvern hóp ef óskað er.


MEÐMÆLI
,,Ég þarf í mínu starfi að halda fyrirlestra og ræður á ýmsum stöðum og einnig að hafa samskipti við fjölmiðla. Námskeið Sirrýjar um framsækni og örugga tjáningu er í einu orði sagt frábært. Gagnlegt, fræðandi, skemmtilegt, áhugavert eru það sem mér dettur fyrst í hug. Mér fannst það líka mannbætandi í þeim skilningi að auka jákvæðni og sjálfstraust. Námskeiðið fær mín bestu meðmæli og ég veit að það sem ég lærði þar mun nýtast mér í framtíðinni. Kærar þakkir Sirrý og BHM!!"

Ásta S. Helgadóttir
forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
____
,,Ég vil gjarnan koma á framfæri þakklæti mínu fyrir frábært námskeið „Framsækni – að tjá sig af öryggi“ sem haldið var af Sirrý í samstarfi við BHM, maí 2009.

Á námskeiðinu var farið yfir fjölmörg hagnýt atriði sem gott er að hafa í huga hvort sem um er að ræða framsögn / tjáningu í starfi eða einkalífi Það að stíga út fyrir þægindahringinn er alltaf áskorun og því frábært að fá leiðsögn frá Sirrý um hvernig best sé að standa að verki. Sirrý er mjög skemmtilegur, jákvæður og faglegur fyrirlesari með mikla reynslu og góða sýn á lífið."

Ólöf
Einkaleyfastofu.

 
ÞÚ ERT HÉR: Home Námskeið Fjölmiðlanámskeid