Sirrý.is

Að laða til sín það góða

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

2-3 klst. Tilvalið fyrir hópa og vinnustaði sem vilja hópefli og uppbyggilega, glaðlega og hlýja samverustund. Léttur og einlægur fyrirlestur þar sem þátttakendur fá í ,,nesti” – ,,tæki og tól” til að halda út í framtíðina bjartsýnir og upplitsdjarfir og laða að sér hamingjudaga.

 

Efnistök:

Fyrirlestur
Hópumræður
Einstaklings verkefni.

Efnisatriði:

Hvað skiptir mestu máli í lífinu og hverju getum við stjórnað?
Heyrum við og finnum hlutverk okkar í erli dagsins?
Hvernig löðum við að okkur góða strauma og hamingju?
Neikvæða tímabilið.
Að þekkja óskir sínar og senda þær áfram
Að skapa jarðveg velgengni

Námskeiðið fer fram þar sem óskað er. Hægt er að bjóða upp á skemmtilega staðsetningu í náttúruperlu við borgarmörkin og hollar og gómsætar veitingar framreiddar sé þess óskað.
Þeir sem nýtt hafa sér námskeiðið eru m.a.: Trúnaðarmenn hjá stéttarfélögum, hópar grunnskólakennara, Samskip, VR, þátttakendur í ,,Ný og betri” á Tenerife á vegum Úrvals Útsýnar, KFUK í Vindáshlíð, Kvenfélag Seljasóknar og fleiri kvenfélög.


MEÐMÆLI:

,,Færri félagsmenn VR komast að en vildu síðast þegar Sirrý helt hádegisfyrirlestur hjá okkur. Hann var skemmtilegur, uppbyggilegur og einlægur, og héldu því VR félagar glaðir út með sól í hjarta.
Takk fyrir okkur Sirrý"

Laufey Eydal - VR

_____
,,Hún Sirrý kom til Samskipa eins og hressandi andblær! Þátttakendur áttu með henni kraftmikla, glaðlega og fjölbreytta stund og fengu færi á að endurskoða viðhorf sitt og gera þann enn jákvæðara. Hún vakti fólk til umhugsunar um ábyrgð þess á allri umræðu á vinnustað og hvað hver og einn starfsmaður hefur mikið að segja í vellíðan samstarfsfólksins. Eftir stundina er ég ekki í nokkrum vafa um að þátttakendur byrjuðu að dreifa fræjum jákvæðni, hamingju og þakklætis til samstarfsfólksins. Námskeiðin hjá okkur voru þrjú, öll fullbókuð og fengu afar gott mat þátttakenda. Við gefum við Sirrý okkar bestu meðmæli."

Auður Þórhallsdóttir
Fræðslustjóri / Educational Consultant

 
ÞÚ ERT HÉR: Home Námskeið Að laða til sín það góða