Sirrý.is

Lifðu til fulls – Dekraðu við þig

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

½ dags námskeið.

Tilvalið fyrir vinnustaði og hópa sem vilja þétta hópinn og gera sér glaðan dag á uppbyggjandi hátt. Létt og skemmtilegt námskeið sem á uppörvandi hátt vekur til umhugsunar og hvetur fólk til að endurskoða líf sitt. Við getum ekki verið alltaf í fríi á sólarströnd eða dekrað við okkur á nuddstofu en námskeiðið fjallar um hvernig við getum dekrað við okkur og lifað til fulls þannig að fari saman allt sem skiptir okkur máli:

Góð heilsa
Gott fjölskyldulíf
Góðir vinir og félagslíf
Góður starfsframi
Góð fjárhagsstaða

Efnistök:
Líflegir fyrirlestrar, uppákomur, einstaklingsverkefni, umræður og léttar hópæfingar. Dekurkarfa, heilsutrix, uppskriftir og velgengnisleyndarmál.

Einstaklingsverkefni:
*Óskir og styrkleikar uppgötvast. Námskeiðið fer fram þar sem óskað er. Hægt er að bjóða upp á skemmtilega staðsetningu í náttúruperlu við borgarmörkin og hollar og gómsætar veitingar framreiddar sé þess óskað.
Þeir sem nýtt hafa sér námskeiðið áður eru m.a. Þátttakendur á ,,Ný og betri” á Tenerife á vegum Úrvals útsýnar og starfsmenn Símans.

Meðmæli:


,,Vil þakka fyrir frábært kvöld með þér á Slysavarnafundinum í Grindavík. Fyrirlesturinn var mjög skemmtilegur og innihaldsríkur. Þú ert bara frábær fyrirmynd fyrir aðra.

Kærleikskveðjur."
Ásdís Sigurðardóttir - Orkubúinu Grindavík.


 
ÞÚ ERT HÉR: Home Námskeið Lifðu til fulls - Dekraðu við þig