Algengar spurningar

Algengar spurningar frá fólki á námskeiðum:

 • „Röddin skelfur svo þegar ég er stressuð í atvinnuviðtali eða á erfiðum fundi. Hvernig næ ég stjórn á þessu“
 • „Er rétt að brosa þegar maður talar um alvarleg mál í ræðu eða viðtali?“
 • „Hvaða fatnaður virkar best fyrir mig í sjónvarpsviðtölum?“
 • „Hvað get ég gert við roða og flekkjum á hálsi og bringu þegar ég stressast?“
 • „Ég tala alltof hratt í stressaðstæðum. Hvað er til ráða?“
 • „Ég get haldið erindi í vinnunni, ekkert mál, en nú á ég að halda ræðu í stórveislu og ég hef kviðið fyrir í hálfan mánuð.“
 • „Ég verð svo óöruggur þegar ég á að tala frammi fyrir ókunnugum hópi. Þetta er miklu minna mál þegar ég þekki hópinn.“
 • „Ég óttast að aðrir hafi meira vit á málum en ég svo ég þegi bara á fundum. Ég tjái mig ekkert og er að verða ósýnileg á vinnustaðnum.“
 • „Ég er frekar leiðinlegur fyrirlesari, hvernig get ég kryddað framkomu mína og mál mitt?“
 • „Hvernig kem ég nýrri vöru/þjónustu á framfæri við fjölmiðla? Hve mikil kynning er nóg?“
 • „Er óhætt að segja NEI við fjölmiðlaviðtali sem tengist vinnunni minni ef ég tel umræðuna ekki henta mér?“
 • „Hvað ef ég er óánægður með útkomuna úr viðtalinu, get ég óskað eftir að það verði tekið upp aftur?“
  „Sést sviðskrekkurinn á mér þegar ég tjái mig á fundum?“
 • „Hvernig get ég brugðist við þegar fólk truflar mig í málflutningi mínum og reynir að brjóta mig niður?“
 • „Hvað get ég gert ef ég finn fyrir neikvæðum áhorfendum í salnum. Áttu ráð til að takast á við neikvæða strauma?“

Hikaðu ekki við að ræða málin og fá ráð. Ég veiti einkaráðgjöf og held námskeið á fjölmörgum stöðum. Hikaðu ekki við að hafa samband og við finnum námskeið sem hentar þér.

Fyllsta trúnaði er heitið.

Sirrý
sirry@sirry.is